FIFA er í viðræðum við Katar um að þar verði HM félagsliða í kvennaflokki haldið í fyrsta sinn í janúar 2028.
Katar hefur verið duglegt að hýsa hina ýmsu íþróttaviðburði og hélt HM í karlafótbolta 2022.
Katar hefur verið í nánu sambandi við FIFA en forseti sambandsins, Gianni Infantino, ver þar löngum stundum.
Katar hefur verið duglegt að hýsa hina ýmsu íþróttaviðburði og hélt HM í karlafótbolta 2022.
Katar hefur verið í nánu sambandi við FIFA en forseti sambandsins, Gianni Infantino, ver þar löngum stundum.
Það yrði umdeilt að fyrsta HM félagsliða í kvennaflokki yrði í Katar þar sem réttindi LGBTQ+ fólks er af skornum skammti í landinu og það á nánast enga sögu þegar kemur að kvennafótbolta.
Katar hefur ekki leikið opinberan kvennalandsleik í tólf ár og er ekki á FIFA listanum.
Fyrsta HM félagsliða í kvennafótbolta á að innihalda sextán lið, þar á meðal að minnsta kosti fimm frá Evrópu.
Athugasemdir




