Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varnarsinnaður leikstíll Real Madrid kom Lewandowski á óvart
Mynd: EPA
Barcelona er sigursælasta lið spænska Ofurbikarsins en liðið vann titilinn í 16. sinn eftir 3-2 sigur gegn Real Madrid í Sádi-Arabíu í gær.

Raphinha kom Barcelona yfir, Vinicius Junior jafnaði metin áður en Robert Lewandowski kom Barcelona aftur yfir. Gonzalo Garcia jafnaði aftur en Raphinha innsiglaði sigurinn.

Leikstill Real Madrid kom Lewandowski á óvart.

„Við erum mjög ánægðir. Við erum komnir með einn titil í viðbót og það er alltaf stórt að vinna Real Madrid. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og seinni hálfleik leika, leituðum að mörkum og unnum sem er mikilvægt. Ég var hissa að Real Madrid varðist svona lágt á vellinum," sagði Lewandowski.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrit með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner
banner