Barcelona er sigursælasta lið spænska Ofurbikarsins en liðið vann titilinn í 16. sinn eftir 3-2 sigur gegn Real Madrid í Sádi-Arabíu í gær.
Raphinha kom Barcelona yfir, Vinicius Junior jafnaði metin áður en Robert Lewandowski kom Barcelona aftur yfir. Gonzalo Garcia jafnaði aftur en Raphinha innsiglaði sigurinn.
Raphinha kom Barcelona yfir, Vinicius Junior jafnaði metin áður en Robert Lewandowski kom Barcelona aftur yfir. Gonzalo Garcia jafnaði aftur en Raphinha innsiglaði sigurinn.
Leikstill Real Madrid kom Lewandowski á óvart.
„Við erum mjög ánægðir. Við erum komnir með einn titil í viðbót og það er alltaf stórt að vinna Real Madrid. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og seinni hálfleik leika, leituðum að mörkum og unnum sem er mikilvægt. Ég var hissa að Real Madrid varðist svona lágt á vellinum," sagði Lewandowski.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrit með því að smella á tengilinn
Athugasemdir




