Rodrigo Bentancur, miðjumaður Tottenham, þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla aftan í læri og verður fjarri góðu gamni í þrjá mánuði.
Úrúgvæinn neyddist til að fara af velli undir lok leiks Tottenham gegn Bournemouth vegna meiðslanna.
Úrúgvæinn neyddist til að fara af velli undir lok leiks Tottenham gegn Bournemouth vegna meiðslanna.
Bentancur hefur verið lykilmaður í liði Tottenham undir stjórn Thomas Frank á tímabilinu, en hann hefur byrjað 17 leiki í deildinni.
Þar sem miðjumaðurinn verður frá keppni stærstan hluta þess sem eftir lifir tímabils verður áhugavert að sjá hvort að Tottenham fari á leikmannamarkaðinn til þess að styrkja miðjuna.
Liðsfélagi hans Mohammed Kudus er einnig á meiðslalista Tottenham en hann verður frá fram í apríl vegna meiðsla í læri.
Athugasemdir



