Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvernig er Carrick sem stjóri?
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: EPA
Carrick stýrði Middlesbrough frá 2022 til 2025.
Carrick stýrði Middlesbrough frá 2022 til 2025.
Mynd: EPA
Carrick hér með Ole Gunnar Solskjær.
Carrick hér með Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA
Michael Carrick verður næsti stjóri Manchester United. Hann mun stýra liðinu út tímabilið en ráðningin á honum verður staðfest bráðlega.

Carrick var á sínum tíma frábær leikmaður en þó líka vanmetinn. Pep Guardiola, einn besti stjóri sögunnar, vanmat Carrick þó ekki því hann sagði hann vera einn besta djúpa miðjumann sem hann hefur séð spila fótbolta. En hvernig er hann sem stjóri?

Varð honum að falli
Carrick hefur ekki mikla reynslu sem stjóri en Guardian rýnir í dag í það hvernig stjóri fyrrum miðjumaðurinn er. Þar er fjallað um það að Carrick eigi það sameiginlegt með Rúben Amorim, fyrrum stjóra United, að hann sé taktískt þrjóskur og breyti voðalega litlu. Hann er með hugmyndafræði sem snýst mikið um að halda í boltann en hægt er að færa rök fyrir því að hugmyndafræði hans hafi kostað hann starfið hjá Middlesbrough í fyrra.

Carrick fór frábærlega af stað með Middlesbrough þegar hann tók við þar en liðið fór úr 21. sæti í það fjórða í Championship-deildinni á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn. Liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins það tímabil gegn Coventry og svo voru tímabilin tvö þar á eftir nokkur vonbrigði.

Carrick var vinsæll hjá Middlesbrough og félagið íhugaði það vel og vandlega hvort það ætti að reka hann, en það var gert að lokum. Talið er að ein af stóru ástæðunum fyrir því hafi verið tregða hans að vera sveigjanlegur taktískt.

Er hann of kurteis?
Carrick hafði góð áhrif á nokkra leikmenn Middlesbrough og hvað þá helst Morgan Rogers sem var seldur til Aston Villa. Rogers hefur þakkað Carrick fyrir að hjálpa sér að breytast í einn öflugasta framherja Englendinga. Hjá Middlesbrough var Carrick sagður hafa haft mjög jákvæð áhrif á búningsklefann og stjórnarherbergið. Carrick hjálpaði til við að endurbyggja sjálfstraust innan hópsins og og rólegur og yfirvegaður blær hans féll vel í kramið hjá starfsfólkinu.

Út á við í fjölmiðlum er Carrick kurteis maður, en kannski of kurteis og það sást á liðinu hans inn á vellinum. Fleiri en einn stjóri í Championship-deildinni gaf í skyn að Boro væri einfaldlega „of næs“ lið og „of fyrirsjáanlegt“. Sunderland vann Boro tvisvar í deildinni á síðasta tímabili sem undirstrikaði lélega stjórnun Carrick inn í leiknum, sem birtist í hægagangi við að breyta og gera skiptingar.

Carrick vann með bæði Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United og spilaði svo lengi undir stjórn Sir Alex Ferguson. Hann hefur lært mikið af þessum stjórum en hjá United verður hann að læra hratt til þess að koma þjálfaraferlinum aftur af stað. Hann verður að endurbyggja sjálfstraust í leikmannahópi United en hann verður líka að losa sig við þann taktíska stífleika sem varð Rúben Amoirm að falli.
Athugasemdir
banner
banner