Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 18:58
Brynjar Ingi Erluson
Joao Cancelo til Barcelona (Staðfest)
Mynd: Barcelona
Barcelona hefur staðfest komu portúgalska bakvarðarins Joao Cancelo á láni frá Al Hilal.

Cancelo snýr aftur til Barcelona tveimur árum eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Manchester City.

Þá spilaði hann 42 leiki og skoraði 4 mörk, en Barcelona ákvað ekki gera skiptin varanleg á þeim tíma.

Hann er nú mættur aftur og gerir lánssamning út þessa leiktíð.

Barcelona kynnti Cancelo fyrr í dag en var ekki lengi að eyða tilkynningunni af samfélagsmiðlum enda var ekki búið að ganga frá öllum pappírum.

Kynningunni var því frestað um nokkra klukkutíma en skiptin hafa loks verið staðfest og mun Cancelo klæðast treyju númer 2.

Barcelona mun greiða allan launakostnað portúgalska landsliðsmannsins.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn


Athugasemdir
banner
banner