Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Kristian Nökkvi hafði betur gegn Kolbeini
Twente er komið í 8-liða úrslit
Twente er komið í 8-liða úrslit
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og félagar hans í Twente eru komnir áfram í 8-liða úrslit hollenska bikarsins.

Kristian Nökkvi byrjaði hjá Twente á meðan Kolbeinn Birgir Finnsson var ónotaður varamaður á bekknum hjá Utrecht.

Utrecht tók forystuna snemma í leiknum en Twente náði að koma til baka með tveimur mörkum á fjórtán mínútum í síðari hluta síðari hálfleiks.

Hinn 19 ára gamli Mats Rots var hetja Twente á 82. mínútu leiksins og sendi liðið áfram í 8-liða úrslitin.

Á fimmtudag mun síðan Nökkvi Þeyr Þórisson og hans menn í Spörtu Rotterdam mæta Volendam en leikurinn hefst klukkan 20:00 á íslenskum tíma.
Athugasemdir