Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 14:30
Elvar Geir Magnússon
Arbeloa: Yrðu stór mistök að reyna að vera Mourinho
Alvaro Arbeloa á fréttamannafundi.
Alvaro Arbeloa á fréttamannafundi.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
„Ég verð hérna alveg þar til Real Madrid segir mér að fara. Þetta er heimili mitt og þannig lít ég á þetta," segir Alvaro Arbeloa sem er tekinn við sem stjóri Real Madrid eftir að Xabi Alonso var rekinn í gær.

Búist er við því að Arbeloa stýri Madrídarliðinu út tímabilið að minnsta kosti.

Eitt helsta umræðuefnið í kringum Alonso var hversu illa honum gekk í samskiptum við nokkrar af skærustu stjörnum liðsins. Arbeloa segist ekki hafa áhyggjur ef því að geta ekki „höndlað klefann".

„Þetta er ekki eitthvað sem ég hef stórar áhyggjur af. Við erum með frábæra leikmenn í hópnum og þeir eru allt góðir náungar. Það eru engir þyrstari í að vinna titla en leikmennirnir sjálfir. Ég hef sagt þeim að besti kaflinn í mínu lífi var þegar ég spilaði fyrir Real Madrid og þeir þurfa að njóta þess," segir Arbeloa.

Talað hefur verið um að Jose Mourinho sé sá aðili sem hafi haft hvað mest áhrif á Arbeloa í boltanum.

„Ég hef ekki rætt við hann. Það voru forréttindi að hafa hann sem þjálfara og hann hafði mikil áhrif á mig. Ég er samt Arbeloa, ég myndi gera stór mistök ef ég reyndi að vera eins og Mourinho," segir Arbeloa.

„Ég hef haft marga þjálfara. Þeir hafa verið mjög mikilvægir á mínum ferli og haft mikil áhrif. Þú reynir að taka það besta frá hverjum og einum. Margir af þeim eru goðsagnir og hafa unnið allt sem hægt er að vinna. Ég vonast til að ná að afreka helminginn af því sem margir af þeim hafa afrekað."
Athugasemdir
banner
banner