Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 11:30
Elvar Geir Magnússon
Fletcher stóð til boða að vera í teymi Carrick en sagði nei takk
Darren Fletcher ætlar að einbeita sér að U18 liðinu.
Darren Fletcher ætlar að einbeita sér að U18 liðinu.
Mynd: EPA
Michael Carrick verður bráðabirgðastjóri Manchester United út tímabilið og nú er ljóst hver verður hans nánasti aðstoðarmaður. Það er Steve Holland, fyrrum aðstoðarþjálfari enska landsliðsins.

Jonathan Woodgate, Jonny Evans og Travis Binnion verða að auki í þjálfarateyminu.

Yfirlýsing er væntanleg frá United í dag og Carrick mun stýra liðinu gegn Manchester City á Old Trafford á laugardaginn.

Darren Fletcher hefur stýrt Manchester United í tveimur síðustu leikjum, eftir að Rúben Amorim var rekinn. United gerði 2-2 jafntefli gegn Burnley og tapaði svo fyrir Brighton í bikarnum.

Mirror segir að í raun hafi Fletcher aldrei komið til greina í það hlutverk að stýra United út tímabilið. Þar stóð valið á milli Carrick og Ole Gunnar Solskjær.

Fletcher hafi hinsvegar boðist að vera í teymi aðalliðsins hjá Carrick en hafnað því. Hann hefur ákveðið að snúa aftur í fyrra hlutverk og stýra U18 liði félagsins.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner