Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   sun 11. janúar 2026 19:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Welbeck: Þá munu lyfjaprófarar ráðast á mig
Mynd: EPA
Danny Welbeck var hetja Brighton þegar liðið sló Man Utd úr leik í enska bikarnum í kvöld. Hann skoraði seinna mark liðsins í 2-1 sigri.

„Þetta er risastórt, það er alltaf risastórt augnablik að koma hingað í enska bikarnum. Er í skýjunum með að komast í næstu ufmerð, það spiluðu nokkrir sem hafa ekki spilað reglulega svo að ná þessari frammistöðu er stórt. Við erum gríðarlega ánægðir í klefanum," sagði Welbeck.

Hann er orðinn 35 ára gamall en hann hefur skorað níu mörk í 23 leikjum á tímabilinu. Það stefnir í að hann muni ná sínum besta árangri sem er 12 mörk með Man Utd tímabilið 2011/12. Hann sló á létta strengi þegar hann var spurður út í leyndarmálið.

„Ég get ekki gefið upp leyndarmálið. Ef ég segi of mikið, þá munu lyfjaprófarar ráðast á mig. Ég er með góð gen, ég borða vel og undirbý mig vel fyrir hverja einustu æfingu," sagði Welbeck.
Athugasemdir
banner
banner