Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   mið 14. janúar 2026 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn í dag - Fyrsti leikur Arbeloa með Real Madrid
Alvaro Arbeloa mun stýra Real Madrid í fyrsta sinn í kvöld
Alvaro Arbeloa mun stýra Real Madrid í fyrsta sinn í kvöld
Mynd: EPA
Alvaro Arbeloa mun þreyta frumraun sína sem nýr þjálfari Real Madrid er það heimsækir Albacete í spænska konungsbikarnum í kvöld.

Arbeloa mun stýra Madrídingum út þessa leiktíð eftir að Xabi Alonso sagði starfi sínu lausu eftir 3-2 tapið á móti Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins.

Real Betis tekur á móti Elche svo mætir Alaves liði Rayo Vallecano.

Leikir dagsins:
20:00 Alaves - Vallecano
20:00 Albacete - Real Madrid
20:00 Betis - Elche

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner