Nikola Kristinn Stojanovic er genginn til liðs við Ægi frá Dalvík/Reyni.
Hann mun því taka slaginn með Ægismönnum í Lengjudeildinni næsta sumar.
Hann mun því taka slaginn með Ægismönnum í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fréttatilkynning Ægis:
Nikola Kristinn Stojanovic hefur gengið til liðs við Ægi frá Dalvík/Reyni. Hann er 25 ára gamall og ólst upp á Akureyri og lék í yngri flokkum með Þór. Hann á meistaraflokksleiki með Þór, Fjarðarbyggð, KF, KFA og Dalvík/Reyni.
Nikola er miðjumaður, leikinn og útsjónarsamur og kemur inn með bæði reynslu og gæði í okkar hóp. Hann hefur leikið alls 196 KSÍ leiki og skorað í þeim 19 mörk. Hann á um 60 leiki í Lengjudeild (næst efstu deild) sem er mikill kostur og á reynsla hans efalaust eftir að nýtast vel. Við bjóðum hann hjartanlega velkominn og hlökkum til að sjá hann í Ægis treyjunni á þessu ári. Áfram Ægir.
Athugasemdir


