Fred Grim, bráðabirgðaþjálfari Ajax í Hollandi, mun stýra liðinu út þessa leiktíð en hollenski miðillinn Voetbal International greinir frá.
Grim var ráðinn aðstoðarmaður Jonny Heitinga síðasta sumar en sá síðarnefndi var látinn taka poka sinn í nóvember og var Grim fenginn til þess að stýra liðinu til bráðabirgða.
Ajax hefur verið að skoða þjálfaramarkaðinn en ekki fundið rétta manninn í starfið.
VI segir að Ajax hafi tekið ákvörðun um að leyfa Grim að stýra liðinu út þessa leiktíð og skoða síðan framhaldið.
Grim var áður aðstoðarmaður Danny Blind hjá hollenska landsliðinu og stýrði því síðan til bráðabirgða í tveimur gluggum. Hann var einnig aðstoðarmaður Dick Advocaat ásamt því að hafa þjálfað Almere City, Waalwijk, Willem II og Emmen.
Athugasemdir





