Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 12:00
Kári Snorrason
Sakho leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Sakho lék með Liverpool á árunum 2013 til 2017.
Sakho lék með Liverpool á árunum 2013 til 2017.
Mynd: EPA
Franski varnarmaðurinn Mamadou Sakho hefur lagt skóna á hilluna. Sakho, sem er 35 ára, er eflaust þekktastur fyrir tímann sinn hjá Liverpool.

Hann lék alls 80 leiki með liðinu frá 2013 til 2017. Hann spilaði síðast með Torpedo Kutaisi í Georgíu en hann lék jafnframt með Crystal Palace, Montpellier og PSG.

Það hefur mikið gengið á á ferli Sakho en hann var meðal annars dæmdur í lyfjabann eftir að taka fitubrennslutöflur þegar hann var hjá Liverpool. Bannið var síðar dæmt ógilt þar sem lyfið var í raun ekki á bannlista.

Þá yfirgaf hann Montpellier fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa ráðist á þáverandi stjóra liðsins, Michel Der Zakarian.
Athugasemdir
banner
banner