Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 09:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd gæti spilað vináttuleik út af slæmu gengi
Mynd: EPA
Manchester United gæti spilað vináttuleik á miðju tímabili til að fá inn auka tekjur. Það var högg fyrir reksturinn að detta út úr báðum bikarkeppnunum í fyrsta leik og liðið spilar því einungis 40 keppnisleiki á tímabilinu.

United var í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og er sagt fá um 50 milljónum punda minna í leikdagstekjur á þessu tímabili þar sem leikirnir verða talsvert færri.

United er að skoða hvort möguleiki sé á því að spila vináttuleik til þess að fá inn tekjur.

Liðið spilaði 30 heimaleiki á síðasta tímabili en einungis 20 á þessu tímabili. Möguleiki er að leikur verði settur á dagskrá um miðjan febrúar eða snemma í mars þar sem langt verður á milli leikja hjá United.
Athugasemdir
banner