Portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo stóðst læknisskoðun hjá spænska félaginu Barcelona í dag og verður kynntur á morgun.
Barcelona náði samkomulagi við Al Hilal um að fá Cancelo á láni út tímabilið.
Spænska félagið mun greiða 4 milljónir í lánsfé en leikmaðurinn gekkst undir læknisskoðun í dag og stóðst hana en þetta staðfesti Barcelona á heimasíðu sinni.
Hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins á morgun en áætlað er að það verði í kringum 11:00 og fer síðan fréttamannafundur fram hálftíma síðar.
Þetta er í annað sinn sem Cancelo gengur í raðir Barcelona en hann var á láni hjá félaginu frá Manchester City tímabilið 2023-2024. Þá spilaði hann 42 leiki og skoraði fjögur mörk.
Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
João Cancelo passes medical. ? pic.twitter.com/uq7yzzCbPJ
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 12, 2026
Athugasemdir



