Hollenski sóknarmaðurinn Donyell Malen gæti verið á leið til Roma frá Aston Villa á næstu dögum en ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio heldur þessu fram á vefsíðu sinni.
Samkvæmt Di Marzio hefur Roma náð samkomulagi við Aston Villa um að fá Malen á láni út tímabilið með kaupmöguleika.
Roma getur gert skiptin varanleg fyrir 20-25 milljónir punda á meðan lánsdvölinni stendur.
Malen er 26 ára gamall og getur spilað sem fremsti maður og á vængnum. Hann hefur skorað 7 mörk fyrir Villa á þessari leiktíð, en ekki átt fast hlutverk í liðinu.
Hann kom til Villa frá Borussia Dortmund fyrir ári síðan fyrir 20 milljónir punda.
Athugasemdir



