Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 17:38
Elvar Geir Magnússon
Annar fyrrum leikmaður Liverpool tekur við Real Madrid
Búist við því að Arbeloa stýri liðinu út tímabilið að minnsta kosti
Arbeloa í góðgerðarleik sem fram fór á síðasta ári.
Arbeloa í góðgerðarleik sem fram fór á síðasta ári.
Mynd: EPA
Real Madrid hefur tilkynnt að Alvaro Arbeloa taki við þjálfun liðsins til bráðabirgða. Ekki er ljóst hversu langur samningur hans er en spænskir fjölmiðlar telja að hann muni að minnsta kosti vera út tímabilið.

Arbeloa hefur stýrt varaliði Real Madrid og er sagður í miklum metum hjá forsetanum Florentino Perez.

Arbeloa er 42 ára og lék með Real Madrid 2004-2005 og svo aftur 2009-2016. Á ferlinum lék hann meðal annars með Liverpool 2007-2009.

Hann tekur við af Xabi Alonso, öðrum fyrrum leikmanni Liverpool, sem hefur látið af störfum en það var tilkynnt síðdegis.

Real Madrid er fjórum stigum frá Barcelona sem er á toppi La Liga. Real Madrid tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleik Ofurbikarsins í gær og reyndist það síðasti leikur Madrídinga undir stjórn Alonso.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 19 16 1 2 53 20 +33 49
2 Real Madrid 19 14 3 2 41 17 +24 45
3 Villarreal 18 13 2 3 37 17 +20 41
4 Atletico Madrid 19 11 5 3 34 17 +17 38
5 Espanyol 19 10 4 5 23 20 +3 34
6 Betis 19 7 8 4 31 25 +6 29
7 Celta 19 6 9 4 24 20 +4 27
8 Athletic 19 7 3 9 17 25 -8 24
9 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
10 Vallecano 19 5 7 7 16 22 -6 22
11 Real Sociedad 19 5 6 8 24 27 -3 21
12 Sevilla 19 6 3 10 24 29 -5 21
13 Getafe 19 6 3 10 15 25 -10 21
14 Girona 19 5 6 8 18 34 -16 21
15 Osasuna 19 5 4 10 18 22 -4 19
16 Alaves 19 5 4 10 16 24 -8 19
17 Mallorca 19 4 6 9 21 28 -7 18
18 Valencia 19 3 8 8 18 31 -13 17
19 Levante 18 3 5 10 21 30 -9 14
20 Oviedo 19 2 7 10 9 28 -19 13
Athugasemdir
banner