Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
banner
   mán 12. janúar 2026 21:44
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Öruggt hjá Liverpool - Mæta Brighton
Florian Wirtz skoraði og lagði upp
Florian Wirtz skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Szoboszlai kom mikið við sögu í leiknum
Szoboszlai kom mikið við sögu í leiknum
Mynd: EPA
Liverpool 4 - 1 Barnsley
1-0 Dominik Szoboszlai ('9 )
2-0 Jeremie Frimpong ('36 )
2-1 Adam Phillips ('40 )
3-1 Florian Wirtz ('84 )
4-1 Hugo Ekitike ('90 )

Englandsmeistarar Liverpool eru komnir áfram í 4. umferð enska bikarsins eftir að hafa unnið 4-1 sigur á C-deildarliði Barnsley á Anfield í kvöld.

Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Liverpool en Federico Chiesa, Rio Ngumoha og Joe Gomez voru meðal leikmanna sem fengu tækifærið.

Dominik Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark á 9. mínútu og færði liðinu smá ró og þá bætti Jeremie Frimpong við öðru laglegu marki á 36. mínútu.

Allt eftir bókinni en Szoboszlai hleypti Barnsley inn í leikinn fjórum mínútum síðar er hann sýndi svakaleg kæruleysi í teignum. Hann vann boltann af framherja Barnsley og ætlaði síðan að gefa til baka á markvörðinn Giorgi Mamardashvili. Hann reyndi hælspyrnu sem mistókst all svakalega og nýtti Adam Phillips sér mistökin og skoraði.

Snemma í síðari hálfleiknum kom afar umdeilt atvik er Reyes Clearly, leikmaður Barnsley, féll í teignum eftir viðskipti sín við Szoboszlai.

Þegar endursýning er skoðuð mátti sjá að Ungverjinn hafi verið stálheppinn að fá ekki á sig vítaspyrnu.

Liverpool fékk færin eftir það til að gera út um leikinn. Florian Wirtz fór illa með frábært færi en hann bætti upp fyrir það nokkrum mínútum síðar með afgreiðslu úr efstu hillu. Þriðja mark hans fyrir Liverpool og það níunda sem hann kemur að síðan hann gekk í raðir félagsins frá Bayer Leverkusen.

Heimamönnum tókst að sigla sigrinum örugglega í höfn í lokin er Hugo Ekitike gerði fjórða markið eftir stoðsendingu frá Wirtz og lokatölur 4-1 Liverpool í vil.

Liverpool mætir Brighton í 4. umferðinni en leikurinn fer fram helgina 14. - 15. febrúar næstkomandi og er spilaður á Anfield.
Athugasemdir
banner
banner