Viðræður við Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfara Víkings, voru vel á veg komnar þegar Íslandsmeistararnir slitu viðræðunum.
ÍBV tilkynnti um ráðningu á serbneska þjálfaranum Aleksandar Linta. fyrr í dag. Liðið hafði verið í þjálfaraleit í rúman mánuð eftir að Þorlákur Árnason lét óvænt af störfum í upphafi desembermánaðar.
ÍBV hafnaði í 9. sæti Bestu deildarinnar á síðasta ári eftir að hafa verið spáð botnsæti deildarinnar af flestum fjölmiðlum.
Linta er fimmtugur Serbi sem bæði lék og þjálfaði hér á landi og er hann væntanlegur til landsins á næstu dögum. Fótbolti.net ræddi við Magnús Sigurðsson, formann fótboltadeildar ÍBV, um ráðninguna á Linta og ferlið í heild sinni.
ÍBV hafnaði í 9. sæti Bestu deildarinnar á síðasta ári eftir að hafa verið spáð botnsæti deildarinnar af flestum fjölmiðlum.
Linta er fimmtugur Serbi sem bæði lék og þjálfaði hér á landi og er hann væntanlegur til landsins á næstu dögum. Fótbolti.net ræddi við Magnús Sigurðsson, formann fótboltadeildar ÍBV, um ráðninguna á Linta og ferlið í heild sinni.
Kom að fyrra bragði
„Hann var einn af mjög mörgum sem sóttist í þetta starf. Við tókum spjallið með honum og eftir nokkur samtöl töldum við okkar hugmyndir passa vel við það sem hann vildi gera.“
Linta ræddi við ÍBV að fyrra bragði en Magnús segir þó ekki hafa vitneskju um það hvernig hann frétti af starfinu.
Þá segir Magnús marga þjálfara hafa sýnt starfinu áhuga: „Við ákváðum að gefa okkur tíma í að fara yfir allar umsókninnar, það var fjöldinn allur af þjálfurum sem sóttu um þetta starf.“
„Hann er með ákveðna sýn á fótbolta sem rímar við hvað við viljum standa fyrir. Við viljum halda að byggja ofan á það góða verk sem hefur verið hér undanfarin ár. Það var mikill samhljómur í því.“
Þekkir íslenskan fótbolta
Linta kom fyrst sem leikmaður árið 1997 og lék með ÍA, Skallagrími, Víkingi Ólafsvík, KA og Þór áður en hann varð spilandi þjálfari Grundarfjarðar þar sem hann hóf þjálfaraferilinn og var þar út tímabilið 2013.
„Hann hefur aðeins séð liðið og þekkir auðvitað vel til á Íslandi. Hann hefur fylgst með íslenskum fótbolta síðustu ár, enda bjó hann hérna í sextán ár. Hugmyndin er að gera álíka hluti og við höfum gert síðustu ár. En með nýjum mönnum koma nýjar áherslur og hlutirnir eru teknir áfram út frá því.“
„Við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta þegar þessi staða kom upp. Þetta fór langt með tveimur, en það voru svo sannarlega fleiri sem vildu fá að heyra í okkur. Við tókum spjallið við alla sem vildu taka spjallið.“
Ekkert við því að gera
ÍBV átti í viðræðum við Aron Baldvin Þórðarson, aðstoðarþjálfara Víkings, en Íslandsmeistararnir slitu viðræðunum þegar þær voru komnar vel á veg.
„Hann auðvitað sýndi starfinu áhuga, en þegar hann átti ekki möguleika á að losna frá Víkingum var ekkert hægt að gera í því og þetta fór ekki lengra.“ ÍBV ræddi einnig við Srdjan Tufegdzic og þá var jafnframt slúðrað um að Stephen Caulker hafi verið nafn á blaði hjá Eyjamönnum en Magnús segir félagið ekki hafa átt í viðræðum við Caulker.
Annað viðtal verður birt á síðunni síðar í dag við Magnús þar sem verður rætt um stöðu Alex Freys Hilmarssonar sem framkvæmdastjóri ÍBV.
Athugasemdir




