Benoný Breki Andrésson og félagar í Stockport County eru komnir áfram í 8-liða úrslit EFL-bikarsins eftir ótrúlegan 2-1 endurkomusigur á Harrogate í kvöld.
Benoný kom inn af bekknum hálftíma fyrir leikslok og var nálægt því að jafna metin stuttu síðar en setti boltann framhjá.
Annar varamaður Stockport, Josh Stokes, jafnaði metin á 78. mínútu með fyrsta marki sínu fyrir félagið eftir stoðsendingu frá Benoný.
Frábær innkoma hjá félögunum og undir lok leiksins skoraði Stokes síðan sigurmark Stokcport og fleytti þeim áfram í 8-liða úrslit.
For the second game running, County win it in stoppage time!
— Stockport County (@StockportCounty) January 13, 2026
Josh Stokes at the double ????#StockportCounty | @VibePay pic.twitter.com/K7wy8symh3
Athugasemdir



