Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   mán 12. janúar 2026 06:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verður Carrick kynntur í dag?
Mynd: EPA
Michael Carrick er talinn líklegastur til að taka við Man Utd út tímabilið. Daily Mail greinir frá þessu.

Carrick og Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmenn Man Utd, hafa verið í viðræðum við félagið en Daily Mail segir að Carrick leiði kapphlaupið og United vonast til að kynna hann til leiks í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin.

Carrick og Solskjær hafa báðir fundað með Omar Berrada og Jason Wilcox en Carrick er talinn hafa staðið sig vel og heillað Berrada og Wilcox.

Solskjær, sem var stjóri United frá 2018-2021, var talinn líklegri kosturinn en Carrick er nú talinn vera maðurinn sem United mun sækjast eftir til að rífa liðið í gang á vonbrigða tímabili.

Carrick vann úrvalsdeildina fimm sinnum sem leikmaður liðsins áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2018. Hann var um tíma bráðabirgðastjóri eftir að Solskjær fór og Ralf Rangnick tók við.
Athugasemdir
banner
banner