Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Orri Steinn kom inn á og tekinn af velli nokkrum mínútum síðar
Orri Steinn var tekinn út af nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á
Orri Steinn var tekinn út af nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á
Mynd: EPA
Griezmann skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu
Griezmann skoraði sigurmarkið úr aukaspyrnu
Mynd: EPA
Orri Steinn Óskarsson átti stutta innkomu með Real Sociedad er liðið vann Osasuna eftir vítakeppni í 16-liða úrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld.

Landsliðsfyrirliðinn meiddist snemma á ´timabilinu en sneri aftur á völlinn í byrjun árs.

Hann kom inn af bekknum hjá Sociedad á 89. mínútu leiksins og í kjölfarið gerði Sociedad mikilvægt jöfnunarmark í uppbótartíma, en síðan var Orra óvænt skipt af velli áður en framlengingin hófst.

Stuðningsmenn Sociedad furðuðu sig margir á ákvörðun þjálfarans og voru fullvissir um að Orri hafi meiðst á þessum stutta tíma sem hann var inn á. Svo eru aðrir á því að þetta hafi verið taktísk skipting þar sem varnarmaður kom inn fyrir Orra.

Mikel Oyarzabal klúðraði vítaspyrnu í framlengingunni sem bætti ofan á vonda frammistöðu hans en fyrr í leiknum hafði hann sett boltann í eigið net. Þrátt fyrir það tókst Sociedad að klára dæmið í vítakeppninni og er komið áfram í 8-liða úrslit.

Athletic Bilbao þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum gegn B-deildarliði Cultural Leonesa, en lokatölur þar urðu 4-3 Athletic í vil.

Liðin skiptust á að skora en Leonesa komst þrisvar sinnum yfir í fyrri hálfleiknum en alltaf kom Athletic til baka. Gorka Guruzeta skoraði tvör og Oihan Sancet eitt.

Í síðari hálfleik sá Aitor Paredes rauða spjaldið í liði Athletic en tíu gegn ellefu tókst þeim að vinna leikinn í framlengingu þökk sé vítaspyrnumarki Unai Gomez á 104. mínútu.

Alvöru leikur sem Athletic fékk en þeim tókst að landa þessu og eru nú komnir áfram.

Antoine Griezmann var hetja Atlético Madríd í 1-0 sigrinum á Deportivo La Coruna.

Frakkinn skoraði sigurmarkið á 61. mínútu leiksins beint úr aukaspyrnu.

Spænski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn

Úrslit og markaskorarar:

Cultural Leonesa 3 - 4 Athletic
1-0 Ivan Calero ('16 )
1-1 Gorka Guruzeta ('26 )
2-1 Ivan Calero ('27 )
2-2 Gorka Guruzeta ('38 )
3-2 Ruben Sobrino ('41 , víti)
3-3 Oihan Sancet ('45 , víti)
3-4 Unai Gomez Echevarria ('104 , víti)
Rautt spjald: Aitor Paredes, Athletic ('56)

Deportivo 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann ('61 )

Real Sociedad 2 - 2 Osasuna (4-3 eftir vítakeppni)
0-1 Jon Moncayola ('4 )
0-2 Mikel Oyarzabal ('17 , sjálfsmark)
1-2 Benat Turrientes ('75 )
2-2 Igor Zubeldia ('90 )
2-2 Mikel Oyarzabal ('105 , Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner