Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
banner
   þri 13. janúar 2026 22:08
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood fór hamförum í níu marka sigri
Mason Greenwood kom að fimm mörkum hjá Marseille
Mason Greenwood kom að fimm mörkum hjá Marseille
Mynd: EPA
Englendingurinn Mason Greenwood var í essinu sínu í 9-0 stórsigri Marseille á utandeildarliði Bayeux í 32-liða úrslitum franska bikarsins í kvöld.

Roberto De Zerbi var ekkert að hvíla sína bestu menn fyrir þennan leik.

Greenwood, sem hefur verið bestur hjá Marseille á þessari leiktíð, byrjaði og skoraði þrennu í leiknum ásamt því að leggja upp tvö mörk.

Amine Gouiri skoraði tvö og þá gerðu þeir Angel Gomes, Hamed Traore, CJ Egan-Riley og Neil Maupay allir eitt mark.

Greenwood hefur nú komið að 25 mörkum í 25 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

Algert burst hjá Marseille sem bókaði farseðilinn í 16-liða úrslitin og nokkuð örugglega.

Marseille mætir Rennes í næstu umferð en liðið er nú talið líklegast til að vinna bikarinn eftir að Paris Saint-Germain datt óvænt úr leik í gær.

Franski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir