Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 12:30
Kári Snorrason
Alfreð: Tækifæri til að koma þessu sögufræga félagi aftur í fremstu röð
Alfreð skrifaði undir samning til ársins 2030 við Rosenborg.
Alfreð skrifaði undir samning til ársins 2030 við Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð gengdi stöðu tæknilegs ráðgjafa Breiðabliks í um eitt og hálft ár.
Alfreð gengdi stöðu tæknilegs ráðgjafa Breiðabliks í um eitt og hálft ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason var í síðustu viku ráðinn sem yfirmaður fótboltamála hjá norska stórliðinu Rosenborg. Hann kemur til félagsins eftir að hafa starfað hjá Breiðabliki í um eitt og hálft ár sem tæknilegur ráðgjafi.

Eyjólfur Héðinsson mun taka við keflinu og verður næsti yfirmaður fótboltamála Breiðabliks, álíka starf og Alfreð gengdi hjá liðinu.

Alfreð var til viðtals á heimasíðu Rosenborg og sagðist hann spenntur fyrir komandi tímum í Þrándheimi.

„Ég er mjög stoltur og ánægður með að vera hér í Rosenborg og hlakka til fyrstu daganna í Þrándheimi. Metnaður Rosenborg og sú hugmyndafræði sem þeir hafa, held ég að passi mjög vel við minn metnað. Þannig að ég hlakka mikið til að vera hluti af því.

Við ræddum fyrst saman í byrjun desember. Og eftir hvert samtal varð tilfinningin sífellt betri. Smám saman fórum við að ræða smáatriðin og þetta varð að góðum samningi fyrir báða aðila. Nú er ég virkilega ánægður með að vera hér.“

Þetta er sögufrægt félag, sérstaklega í Skandinavíu. Ég veit að uppskera félagsins hefur verið undir væntingum síðustu ár. Fyrir mig finnst mér það vera tækifæri til að koma þessu stóra félagi aftur í fremstu röð.“


Reynslan frá Breiðabliki dýrmæt
Alfreð spilaði aldrei í Noregi en hann er engu að síður þaulreyndur atvinnumaður hafandi spilað á Íslandi, Hollandi, Spáni, Þýskalandi, Belgíu og Danmörku.

Hann er jafnframt með íþróttastjórnunargráðu úr Johan Cruyff skólanum á Spáni.

„Ég get nýtt mér reynslu mína, ég spilaði á háu stigi með mismunandi liðum í sjö löndum. Ég held að það sé mikilvægt að ég skilji sjónarhorn leikmannanna, því þegar öllu er á botninn hvolft er það mikilvægasti þátturinn hjá Rosenborg.

Ég vil vinna á ákveðinn hátt svo við tökum góðar ákvarðanir saman og ég tel það vera lykilinn að því að ná þeim árangri sem við viljum. Með hverri ákvörðun verða hagsmunir Rosenborg í forgangi. Ég hef menntað mig í þessum efnum og unnið með mínu gamla félagi Breiðabliki og tel það geta hjálpað mér.“


Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner