Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 20:48
Brynjar Ingi Erluson
Danskur miðjumaður til Vestra (Staðfest)
Mynd: Vestri
Bikarmeistarar Vestra hafa fengið til sín danska miðjumanninn Imran Mehanovic frá Brönshöj BK í Danmörku.

Imran er 22 ára stór og sterkur leikmaður sem er einig mjög góður tæknilega.

Hann ólst upp hjá Esbjerg en hefur einnig leikið með Kolding, Horsens, Skive og Hellerup. Alls á hann 72 meistaraflokksleiki og sjö mörk.

Miðjumaðurinn kom til Ísafjarðar á sunnudaginn síðasta og er klár í undirbúningstímabilið.

Vestri féll niður í Lengjudeildina síðasta haust en mun spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar eftir að hafa unnið bikarmeistaratitilinn.


Athugasemdir
banner