Unglingalandsliðsmaðurinn Jónatan Guðni Arnarsson gekk í síðasta mánuði í raðir Breiðabliki eftir tæpt ár hjá sænska félaginu Norrköping. Kantmaðurinn var keyptur til Norrköping frá uppeldisfélaginu Fjölni snemma á síðasta ári og Breiðabik keypti hann svo af sænska félaginu.
Jónatan kom tíu sinnum inn á í sænsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Ari Freyr Skúlason er í þjálfarateymi Norrköping. Hann ræddi við Fótbolta.net á döguum og var spurður út í hinn 18 ára Jónatan Guðna.
Hvernig metur Ari skrefið til Breiðabliks hjá Jónatan?
Jónatan kom tíu sinnum inn á í sænsku úrvalsdeildinni á liðnu tímabili. Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Ari Freyr Skúlason er í þjálfarateymi Norrköping. Hann ræddi við Fótbolta.net á döguum og var spurður út í hinn 18 ára Jónatan Guðna.
Hvernig metur Ari skrefið til Breiðabliks hjá Jónatan?
„Það eru alltaf tvær hliðar á öllu. Hann fer núna til Óla (Ólafs Inga Skúlasonar, þjálfara), fer til Breiðabliks sem vill spila ungum leikmönnum og er með góða blöndu í hópnum. Þetta getur orðið frábært skref, en þetta getur líka verið það skref sem gerir það að verkum að hann komist kannski ekki aftur út. Hann þróaðist mjög mikið og á margt ólært. Hann býr yfir miklum kosti sem er gríðarlegur hraði miðað við hæð. Ef hann hittir á rétta naglann, þá mun hann blómstra," segir Ari Freyr.
Það er ljóst að það eru mörg augu á Breiðabliki og ef Jónatan Guðni, sem hefur skorað fimm mörk í 15 leikjum fyrir unglingalandsliðin, nær að spila vel með Blikum, þá eru líkur á því að möguleikinn á því að fara erlendis komi upp aftur. Ari hélt áfram:
„Það er ekkert alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður. Þú kemur til Svíþjóðar, ert kannski ekkert á bestu laununum eða saknar vinanna og fjölskyldunnar. Þá munt þú ekki spila þinn besta fótbolta."
„Ég gekk sjálfur í gegnum alls konar tímabil þegar ég var að spila. Þá voru ekki þessi háu laun sem eru í boði á Íslandi, og hver veit nema maður hefði sjálfur komið heim ef þau hefðu verið í boði á þeim tíma. Það er hark að vera atvinnumaður, en þegar þú kemst inn í tungumálið, eignast vini og allt þetta, þá er þetta mun betra."
„Hann kom inn í algjört óreiðutímabil hjá okkur, þetta var ekki auðvelt fyrir hann."
,Ég hef fulla trú á honum. Ef hann hugsar vel um sig, hlustar á Óla og gömlu kallana í Breiðabliki, þá á hann eftir að ná langt. Ég ætla að vona að við höfum sett einhverja klásúlu í samninginn hans, því ef hann hittir á naglann þá fengjum við einhverja peninga fyrir hann," segir Ari Freyr.
Athugasemdir



