Undanúrslitaleikir Afríkukeppninnar fara fram á morgun en mikil spenna er fyrir viðureign Senegals og Egyptalands. Mikil pressa er á Mohamed Salah og félögum í egypska liðinu.
Egyptaland er sigursælasta lið í sögu Afríkukeppninnar en hefur ekki unnið gullið síðan 2010, ári áður en Salah lék sinn fyrsta landsleik. Salah var í liðinu sem tapaði úrslitaleikjunum 2017 og 2021.
Afríkukeppnin - Undanúrslit á miðvikudag
17:00 Senegal - Egyptaland
20:00 Nígería - Marokkó
Egyptaland er sigursælasta lið í sögu Afríkukeppninnar en hefur ekki unnið gullið síðan 2010, ári áður en Salah lék sinn fyrsta landsleik. Salah var í liðinu sem tapaði úrslitaleikjunum 2017 og 2021.
Afríkukeppnin - Undanúrslit á miðvikudag
17:00 Senegal - Egyptaland
20:00 Nígería - Marokkó
Hann mætir sínum fyrrum félaga úr Liverpool, Sadio Mane, í undanúrslitaleiknum á morgun. Báðir eru þeir 33 ára og mögulega er þetta síðasta tækifæri Salah til að láta drauminn rætast og lyfta Afríkumeistarabikarnum.
Margir í Afríku er á þeirri skoðun að þú getur ekki talist meðal þeirra allra bestu í álfunni nema þú hafir unnið Afríkukeppnina.
Egyptaland og Senegal mættust í úrslitum Afríkukeppninnar 2021 en þá voru Salah og Mane báðir hjá Liverpool. Mane skoraði úr úrslitaspyrnunni í vítakeppni eftir 120 markalausar mínútur. Hann lýsti kvöldinu sem því besta á lífsleið sinni.
Í Afríkukeppninni að þessu sinni er Salah með fjögur mörk í fjórum leikjum. Mane, sem er hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu, er með eitt mark og þrjár stoðsendingar í keppninni.
Þrátt fyrir að þeir hafi verið samherjar í fimm ár hjá Liverpool þá var á tíðum spenna og samkeppni í samskiptum og samspili þeirra.
„Mo er mjög fínn náungi þó stundum hafi hann innan vallarins sent á mig og stundum ekki. Ég man eftir einum leik þar sem ég var sérstaklega pirraður því hann sendi aldrei á mig," sagði Mane í viðtali.
Salah mætti í Afríkukeppnina í skugga óvissu um framtíð hans hjá Liverpool eftir að hann sagði að sér hefði verið kastað undir rútuna í þeirri gagnrýni sem liðið hafði fengið. Samband hans og Arne Slot hefur verið mikið í umræðunni.
Athugasemdir




