Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona í viðræðum við Man Utd
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona hefur hafið viðræður við Manchester United varðandi kaup á enska sóknarmanninum Marcus Rashford en þetta segir blaðamaðurinn Ben Jacobs í kvöld.

Rashford er að fara í gegnum endurnýjun lífdaga síðan hann kom frá Man Utd á láni til Barcelona síðasta sumar.

Barcelona hefur lýst yfir áhuga á að kaupa hann frá United og eru viðræður hafnar.

Börsungar eru þó ekki reiðubúnir að greiða 26 milljóna punda klásúluverð leikmannsins.

Rashford, sem er 28 ára gamall, hefur komið að átján mörkum í 27 leikjum með Barcelona á tímabilinu.

Jacobs segir að Barcelona hafi fundað með United fyrir nokkrum vikum og boðið þeim tvo möguleika: Að kaupa Rashford fyrir lægra verð í sumar eða fá hann aftur á láni fyrir næsta tímabil með kaupskyldu.

Man Utd vill helst selja Rashford í sumar en Barcelona er í ágætis stöðu enda Rashford lýst yfir því að hann vilji aðeins fara til Barcelona.

Barcelona er reiðubúið að bjóða Rashford samning til 2029 og mun hann líklegast fá enn stærra hlutverk í liðinu á næsta tímabili þar sem Robert Lewandowski verður samningslaus í sumar og stendur ekki til að framlengja við pólska framherjann.
Athugasemdir
banner
banner