Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 15:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakobína semur í Garðabæ (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakobína Hjörvarsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna í Garðabæ.

Hún kemur til Stjörnunnar frá Breiðabliki, en hún lék á láni með Stjörnunni frá Breiðabliki á síðasta tímabili.

Jakobína er 21 árs miðvörður og er uppalin hjá Þór/KA. Hún samdi við Breiðablik fyrir tímabilið 2024.

„Við bindum miklar vonir við Jakobínu og bjóðum hana hjartanlega velkomna í Garðabæinn," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hulda Hrund Arnarsdóttir einnig nálægt því að semja við Stjörnuna en hún er með lausan samning eftir tvö og hálft ár í Garðabæ.
Athugasemdir
banner
banner