Kobbie Mainoo var algjör varaskeifa hjá Manchester United undir stjórn Rúben Amorim en nú þegar Michael Carrick er að taka við út tímabilið ætti þessi tvítugi miðjumaður að færast yfir í lykilhlutverk.
Carrick var í viðtali við Rio Ferdinand í september og fór þar heldur betur fögrum orðum um Mainoo. Hann sagði að leikmaðurinn væri með hæfileika sem United ætti að byggja kringum.
Carrick var í viðtali við Rio Ferdinand í september og fór þar heldur betur fögrum orðum um Mainoo. Hann sagði að leikmaðurinn væri með hæfileika sem United ætti að byggja kringum.
„Það er hefð hjá Man United að treysta leikmönnum sem koma í gegnum akademíuna og þekkja félagið. Það er hefð sem félagið verður að halda í. Það þarf að byggja liðið í kringum hæfileikaríka leikmenn eins og Mainoo. Það er klárlega pláss fyrir hann," sagði Carrick.
Carrick mun væntanlega spila 4-2-3-1 leikkerfi sem stjóri United en í viðtalinu við Ferdinand sagðist hann horfa frekar á sóknarhæfileika Mainoo en annað.
„Ég sé hann sem sóknarsinnaðan leikmann. Ég sé hann ekki sem varnartengilið. Hann á að vera aðeins ofar og fá frjálsræði. Hann getur varið 'efri línuna' varnarlega en ég sé hann spila ofarlega og skapa með meira frjálsræði. Ég tel að hann eigi mjög bjarta framtíð en þarf baa að sýna þolinmæði."
Mainoo fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði Manchester United í tapinu gegn Brighton í bikarnum um liðna helgi.
Athugasemdir



