Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
   þri 13. janúar 2026 15:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram fær bandarískan sóknarmann (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fram hefur samið við Giu Vicari um að spila með liðinu á komandi tímabili.

Giavanna Vicari er 24 ára bandarískur sóknarmaður sem spilaði síðast með Newcastle Jets í Ástralíu. Ef marka má Soccerway spilaði Gia þó ekki mikið með liðinu og einungis tvær mínútur í keppnisleik á síðasta árinu.

Þar á undan spilaði hún með Odene í Danmörku og segir í tilkynningu Fram að hún hafi verið markahæsti leikmaður danska liðsins.

Fram endaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili sem nýliði í deildinni. Óskar Sma?i Haraldsson söðlaði um og tók við sem þjálfari Stjörnunnar og Anton Ingi Rúnarsson tók við stjórnartaumunum hjá Fram.

Í vetur hefur Fram krækt í Brookelynn Paige Entz frá Grindavík/Njarðvík og þær Emma Kate Young og Ashley Brown Orkus framlengdu samninga sína við félagið. Núna er svo Vicari búin að semja við Framara.


Athugasemdir
banner