Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Kristján til Larissa (Staðfest)
Mynd: AEL Larissa Novibet
Davíð Kristján Ólafsson er genginn í raðir gríska félagsins Larissa sem kaupir hann frá Cracovia í Póllandi. Fótbolti.net sagði frá áhuga Larissa í síðustu viku.

Þessi 31 árs gamli vinstri bakvörður semur við Larissa út tímabilið eftir að hafa spilað síðustu tvö ár í Póllandi.

Davíð hóf feril sinn hjá Breiðabliki þar sem hann lék 83 leiki í efstu deild en hann samdi við Álasund í byrjun árs 2019. Árið 2021 var hann frábær er Álasund kom sér upp í efstu deild Noregs.

Eftir tímabilið fór hann til Kalmar í Svíþjóð og spilaði þar stóra rullu til 2024 er hann samdi við Cracovia.

Davíð á 15 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og eitt mark sem hann gerði í 7-0 stórsigrinum á Liechtenstein fyrir þremur árum.

AEL Larissa er í næst neðsta sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 10 stig eftir sextán umferðir. Þar hittir hann Yanni Atanasov, fyrrum samherja frá Cracovia, en hann gekk í raðir félagsins á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner