Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   lau 18. október 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yamal getur spilað í dag: Söknum Raphinha
Yamal er langbesti táningurinn í fótboltaheiminum í dag.
Yamal er langbesti táningurinn í fótboltaheiminum í dag.
Mynd: EPA
Barcelona tekur á móti Girona í spænska boltanum í dag og þurfa ríkjandi Spánarmeistarar á sigri að halda eftir slæmt tap í Sevilla í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé.

Mikil meiðslavandræði eru að herja á Börsunga á upphafi tímabils en það voru góðar fréttir að berast. Hansi Flick þjálfari staðfestir að Lamine Yamal og Fermín López séu báðir liðtækir fyrir leikinn gegn Girona.

„Lamine Yamal og Fermín eru klárir í slaginn en þeir geta ekki spilað 90 mínútur. Orðrómurinn um að Lamine hafi mætt of seint fyrir leikinn gegn PSG er ekkert nema haugalygi. Hver sem skrifaði það fyrstur er lygari," sagði Flick í gær og sneri sér svo að brasilíska kantmanninum Raphinha.

„Við söknum Raphinha en það styttist í að við fáum hann aftur til baka, hann er svo mikilvægur fyrir okkur. Við vonum að hann geti verið með í El Clásico, hann er á góðri bataleið."

Ferran Torres, Robert Lewandowski, Dani Olmo, Joan García, Marc-Andre ter Stegen og Gavi eru á meiðslalistanum hjá Barcelona sem stendur, ásamt Raphinha.

Marcus Rashford hefur verið verulega öflugur að fylla í skörðin.
Athugasemdir
banner