Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 18. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Blikar þurfa sigur gegn Íslandsmeisturunum
Úr leik Breiðabliks og Víkings í sumar.
Úr leik Breiðabliks og Víkings í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld tekur Breiðablik á móti Íslandsmeisturum Víkings sem eru búnir að tryggja sér titilinn í karlaflokki, en Blikar þurfa á sigri að halda í baráttunni um Evrópusæti.

Eins og allir vita þá hefur verið mikill rígur milli Breiðabliks og Víkings undanfarin ár og ef Breiðablik vinnur þann leik þá tryggir liðið sér úrslitaleik við nágranna sína, Stjörnuna, um Evrópusæti í lokaumferðinni.

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Breiðablik-Víkingur R. (Kópavogsvöllur)

Bestu deild kvenna lýkur í dag þegar Víkingur, Breiðablik og Þróttur eiga heimaleiki.

Leikir dagsins snúast aðallega upp á stoltið þar sem Breiðablik er fyrir löngu búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á meðan FH-ingar eru svo gott sem öruggir í öðru sætinu.

Það eru þrjú stig sem skilja að á milli FH og Þróttar en markatala Hafnfirðinga er mun betri. Þróttarar þurfa kraftaverk til að taka yfir FH á markatölu þar sem 18 mörk skilja liðin að sem stendur.

Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 15 6 4 54 - 30 +24 51
2.    Valur 25 13 5 7 57 - 40 +17 44
3.    Stjarnan 25 12 5 8 47 - 41 +6 41
4.    Breiðablik 25 10 9 6 42 - 38 +4 39
5.    FH 25 8 8 9 42 - 38 +4 32
6.    Fram 25 9 5 11 36 - 36 0 32
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 22 17 2 3 84 - 23 +61 53
2.    FH 22 15 3 4 56 - 27 +29 48
3.    Þróttur R. 22 14 3 5 41 - 30 +11 45
4.    Stjarnan 22 10 1 11 39 - 43 -4 31
5.    Valur 22 8 5 9 33 - 35 -2 29
6.    Víkingur R. 22 9 1 12 49 - 48 +1 28
Athugasemdir
banner
banner