Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   fös 17. október 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bakslag í meiðslum Orra Steins
Mynd: EPA
Real Sociedad er búið að gefa út tilkynningu þess efnis að Orri Steinn Óskarsson sé aftur meiddur á vinstra læri.

Orri Steinn hefur þegar verið frá keppni í einn og hálfan mánuð vegna meiðslanna.

Hann virtist vera að ná góðum árangri í bataferlinu en lendir í leiðinlegu bakslagi með þessum fregnum.

Ekki er ljóst hversu lengi hann verður frá keppni en það er mikilvægur landsleikjagluggi framundan í nóvember. Orri er fyrirliði íslenska landsliðsins en hefur misst af síðustu sex landsleikjum.

Orri er 21 árs gamall og var búinn að skora eitt mark í þremur deildarleikjum á tímabilinu þegar hann varð fyrir meiðslunum.


Athugasemdir
banner
banner