Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   lau 18. október 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gündogan búinn með fyrstu þjálfaragráðuna
Mynd: Galatasary
Miðjumaðurinn knái Ilkay Gündogan íhugar að gerast þjálfari þegar ferli hans sem atvinnumaður í fótbolta lýkur.

Gündogan var lykilmaður í liði Manchester City og þýska landsliðinu en leikur í dag með Galatasaray í Tyrklandi.

Hann lék undir stjórn Pep Guardiola hjá Man City í átta ár og hefur lært mikið af einum sigursælasta þjálfara fótboltasögunnar.

„Ég hef átt mjög alvarlegar samræður við Pep um þetta og ég er ennþá að íhuga þetta. Ég er nú þegar búinn með fyrstu þjálfaragráðuna og ég ætla að klára hinar gráðurnar líka," segir Gundogan sem verður 35 ára eftir viku.

„Ég nýt þess ennþá að spila fótbolta en ég veit að ég get ekki spilað að eilífu, ferillinn minn sem atvinnumaður mun enda einn daginn."

Gündogan lék 358 leiki fyrir City.
Athugasemdir
banner
banner