Ange Postecoglou þjálfari Nottingham Forest var ófeiminn við að tjá sig á fréttamannafundi í dag.
Forest tekur á móti Chelsea í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun eftir slaka byrjun undir stjórn Postecoglou, sem á enn eftir að vinna sinn fyrsta leik frá ráðningu.
Postecoglou var spurður út í dvöl sína hjá Tottenham en hann var rekinn þaðan í byrjun sumars, nokkrum dögum eftir að hafa unnið Evrópudeildina.
„Stjórnendur Spurs sögðu við mig að félagið vildi stefna í aðra átt, félagið vildi ráða inn sigurvegara. Þetta móðgaði mig útaf því að ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara. Ég tók við Tottenham eftir að þeir enduðu í 8. sæti úrvalsdeildarinnar og komust ekki í Evrópu," sagði Postecoglou.
„Við náðum 5. sæti á mínu fyrsta ári og af einhverjum ástæðum er eins og það hafi verið þurrkað úr sögubókunum, eina sem ég heyri er að ég endaði í 17. sæti á mínu öðru ári. Svo misstum við Harry Kane og í hvert skipti sem hann skoraði mark vildi ég óska þess að hann hefði verið áfram hjá Tottenham í eitt ár í viðbót, það hefði komið sér mjög vel að hafa hann.
„Ég kom Tottenham aftur í Evrópukeppni og var sagt á fundi eftir það að meginmarkmiðið væri að vinna titil. Þeir sögðu mér að bikar myndi skipta öllu máli. Við unnum bikarinn (Evrópudeildina) en ég var samt rekinn."
Postecoglou ræddi einnig um Nottingham Forest og framtíðaráformin þar.
„Ég er að reyna að breyta leikstílnum og ég er heppinn að vera með mikið af ungum, hæfileikaríkum og metnaðarfullum leikmönnum sem eru tilbúnir fyrir aðlögunarferlið. Mér er sama um hvað fólk heldur, ég held áfram á minni braut.
„Strákarnir eru búnir að æfa vel síðustu vikur og við erum tilbúnir í næstu áskorun. Við erum að mæta mjög sterkum andstæðingum."
17.10.2025 19:35
Postecoglou kom sjálfum sér til varnar: Enda alltaf með bikar
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Arsenal | 7 | 5 | 1 | 1 | 14 | 3 | +11 | 16 |
2 | Liverpool | 7 | 5 | 0 | 2 | 13 | 9 | +4 | 15 |
3 | Tottenham | 7 | 4 | 2 | 1 | 13 | 5 | +8 | 14 |
4 | Bournemouth | 7 | 4 | 2 | 1 | 11 | 8 | +3 | 14 |
5 | Man City | 7 | 4 | 1 | 2 | 15 | 6 | +9 | 13 |
6 | Crystal Palace | 7 | 3 | 3 | 1 | 9 | 5 | +4 | 12 |
7 | Chelsea | 7 | 3 | 2 | 2 | 13 | 9 | +4 | 11 |
8 | Everton | 7 | 3 | 2 | 2 | 9 | 7 | +2 | 11 |
9 | Sunderland | 7 | 3 | 2 | 2 | 7 | 6 | +1 | 11 |
10 | Man Utd | 7 | 3 | 1 | 3 | 9 | 11 | -2 | 10 |
11 | Newcastle | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 5 | +1 | 9 |
12 | Brighton | 7 | 2 | 3 | 2 | 10 | 10 | 0 | 9 |
13 | Aston Villa | 7 | 2 | 3 | 2 | 6 | 7 | -1 | 9 |
14 | Fulham | 7 | 2 | 2 | 3 | 8 | 11 | -3 | 8 |
15 | Leeds | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 | 11 | -4 | 8 |
16 | Brentford | 7 | 2 | 1 | 4 | 9 | 12 | -3 | 7 |
17 | Nott. Forest | 7 | 1 | 2 | 4 | 5 | 12 | -7 | 5 |
18 | Burnley | 7 | 1 | 1 | 5 | 7 | 15 | -8 | 4 |
19 | West Ham | 7 | 1 | 1 | 5 | 6 | 16 | -10 | 4 |
20 | Wolves | 7 | 0 | 2 | 5 | 5 | 14 | -9 | 2 |
Athugasemdir