Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fös 17. október 2025 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Espanyol aftur á sigurbraut
Mynd: EPA
Real Oviedo 0 - 2 Espanyol
0-1 Kike Garcia ('70 )
0-2 Pere Milla ('82 )

Espanyol er komið aftur á sigurbraut eftir fjóra leiki án sigurs í spænsku deildinni.

Liðið heimsótti nýliða Real Oviedo í fyrsta leik helgarinnar og var staðan markalaus stærsta hluta leiksins.

Gestirnir í liði Espanyol voru sterkari aðilinn allan tímann og verðskulduðu að taka forystuna þegar Kike García skoraði af stuttu færi á 70. mínútu.

Pere Milla innsiglaði sigurinn með góðu skoti á 82. mínútu eftir undirbúning frá Omar El Hilali svo lokatölur urðu 0-2.

Espanyol byrjaði tímabilið af krafti áður en slakur kafli tók við síðustu vikur og er liðið með 15 stig eftir 9 umferðir, fjórum stigum á eftir nágrönnum sínum og Spánarmeisturum í FC Barcelona, sem eiga leik til góða á morgun.
Athugasemdir