Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   lau 18. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern spilar við Dortmund
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýski boltinn fór aftur af stað í gærkvöldi eftir landsleikjahlé og eru spennandi slagir á dagskrá í dag.

Ísak Bergmann Jóhannesson og liðsfélagar hans í liði FC Köln eiga heimaleik við Augsburg. Þeir fá þar frábært tækifæri til að halda góðri byrjun sinni á deildartímabilinu áfram, en nýliðarnir eru með 10 stig eftir 6 fyrstu umferðirnar.

Á sama tíma spilar Wolfsburg við Stuttgart í hörkuslag á meðan Bayer Leverkusen heimsækir Mainz og RB Leipzig fær nýliða Hamburger SV í heimsókn.

Lokaleikur dagsins fer fram í München þar sem topplið og ríkjandi meistarar FC Bayern spila við Borussia Dortmund.

Bayern er með fullt hús stiga eftir sex umferðir, með fjórum stigum meira heldur en Dortmund sem er enn taplaust á upphafi tímabils. Þetta eru einu tvö liðin í deildinni sem eiga eftir að tapa leik.

Leikir dagsins
13:30 RB Leipzig - Hamburger
13:30 Heidenheim - Werder Bremen
13:30 Mainz - Leverkusen
13:30 Wolfsburg - Stuttgart
13:30 Köln - Augsburg
16:30 Bayern - Dortmund
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir