Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fös 17. október 2025 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Middlesbrough á toppinn
Stuðningsmenn Middlesbrough þrá endurkomu í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið tímabilið 2016-17.
Stuðningsmenn Middlesbrough þrá endurkomu í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið tímabilið 2016-17.
Mynd: EPA
Middlesbrough 2 - 1 Ipswich Town
0-0 George Hirst ('44 , Misnotað víti)
1-0 Cedric Kipre ('45+2, sjálfsmark)
2-0 Morgan Whittaker ('55 )
2-1 Dara O'Shea ('76 )

Middlesbrough og Ipswich Town áttust við í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni og bauð fyrri hálfleikurinn upp á mikla dramatík.

Staðan var markalaus þegar George Hirst steig á vítapunktinn fyrir gestina frá Ipswich, en hann lét verja frá sér. Þremur mínútum síðar tóku heimamenn í Middlesbrough forystuna með sjálfsmarki frá Cédric Kipré og leiddu því 1-0 í leikhlé.

Morgan Whittaker tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Dara O'Shea tókst að minnka muninn í kjölfar hornspyrnu en nær komust gestirnir ekki í tíðindalitlum seinni hálfleik.

Lokatölur 2-1 fyrir Middlesbrough sem fer á topp deildarinnar með 21 stig eftir 10 umferðir.

Ipswich situr eftir í níunda sæti með 13 stig.
Athugasemdir