Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   fös 17. október 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Borini kominn aftur til Englands (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Liverpool
Mynd: EPA
Ítalski sóknarmaðurinn Fabio Borini er búinn að skrifa undir skammtímasamning við Salford City sem leikur í League Two deildinni á Englandi.

Hann snýr því aftur í enska boltann eftir rúmlega átta ára fjarveru eftir að hann lék með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni.

Borini, sem er 34 ára gamall, lék einnig með Liverpool og Chelsea í úrvalsdeildinni auk AC Milan og AS Roma í Serie A.

Hann semur við Salford þar til í janúar en hann er búinn að vera að æfa með liðinu undanfarnar vikur. Hann á að fylla í skarðið sem Jay Bird skilur eftir í hópnum með langtímameiðslum sínum.

Borini hefur verið samningslaus síðan hann rann út á samningi hjá Sampdoria síðasta sumar.

Salford situr í níunda sæti fjórðu efstu deildar (League Two) eftir þrjá tapleiki í röð. Félagið vonar að Borini geti hjálpað við að snúa slæmu gengi við.

Borini fær treyju númer 16 hjá Salford og gæti komið við sögu strax í hádegisleiknum á morgun gegn Oldham Athletic.


Athugasemdir
banner
banner