Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   lau 18. október 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Martinelli: Ég vil spila alla leiki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Gabriel Martinelli er ekki með fast byrjunarliðssæti í byrjunarliði Arsenal.

Hann kom að 16 mörkum í 51 leik með liðinu á síðustu leiktíð en á tímapunkti missti hann byrjunarliðssætið sitt. Martinelli segist þá hafa rætt við Mikel Arteta þjálfara um málið og fengið loforð um að fá sitt tækifæri.

„Arsenal snýst ekki um að enda í fjórða sæti, Arsenal snýst um að vinna titla. Við viljum vinna deildina og Meistaradeildina, stuðningsmenn eiga það skilið," sagði Martinelli eftir landsleikjahlé með Brasilíu þar sem hann skoraði í tapi gegn Japan.

„Mikel (Arteta) hefur alltaf verið mjög góður við mig. Þegar ég var ekki að fá mikinn spiltíma á síðustu leiktíð fór ég inn á skrifstofu til hans og við ræddum málin. Hann fullvissaði mig um að ég fengi mitt tækifæri og ég er svo ánægður að hafa gripið það.

„Ég vil spila hvern einasta leik en við eigum svo mikið af leikjum á hverju tímabili að ég skil að ég get ekki spilað þá alla. Ég elska Arsenal."


Martinelli er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í níu leikjum á nýju tímabili með Arsenal. Hann hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins nema einum hingað til, en aðeins fjórum sinnum verið í byrjunarliðinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner