Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
banner
   lau 18. október 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pacho að fá launahækkun hjá PSG
Mynd: EPA
Franska stórveldið Paris Saint-Germain er að vinna í nýjum samningi fyrir Willian Pacho sem hefur verið lykilmaður frá komu sinni til félagsins í fyrrasumar.

PSG borgaði um 45 milljónir evra til að kaupa Pacho úr röðum Eintracht Frankfurt og hefur leikmaðurinn verið í lykilhlutverki, þar sem hann spilaði 57 leiki fyrir félagið á síðustu leiktíð.

Núverandi samningur Pacho rennur út 2029 en nýr samningur mun innihalda launahækkun og eitt auka samningsár. Hann semur því til 2030.

Pacho er nýlega orðinn 24 ára gamall og má búast við að hann verði áfram lykilmaður hjá PSG á næstu árum.

Luís Campos yfirmaður fótboltamála hjá PSG hefur miklar mætur á Pacho sem er orðinn ómissandi hlekkur í byrjunarliði Luis Enrique þjálfara.

Pacho á 30 landsleiki að baki fyrir Ekvador og fer með landsliðinu á HM á næsta ári eftir mjög góða undankeppni.
Athugasemdir
banner
banner