Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   sun 16. nóvember 2025 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Þrír koma til greina sem besti leikmaður ársins í Afríku
Mohamed Salah er á topp þremur
Mohamed Salah er á topp þremur
Mynd: EPA
Achraf Hakimi, Mohamed Salah og Victor Osimhen eru þeir þrír sem munu berjast um titilinn besti leikmaður Afríku árið 2025, en þetta var tilkynnt í dag.

Hakimi er talinn sigurstranglegastur eftir stórkostlegt tímabil hans með Paris Saint-Germain.

Hann vann Meistaradeildina með PSG ásamt því að vinna deild- og bikar í Frakklandi.

Salah var þá magnaður í Englandsmeistaraliði Liverpool og var bæði marka- og stoðsendingahæstur í úrvalsdeildinni á meðan Victor Osimhen átti stóran þátt í að Galatasaray vann tyrknesku úrvalsdeildina.

Verðlaunaathöfnin fer fram í Rabat í Marokkó á miðvikudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner