Eftir að þjálfarakaplinum lauk hefur annar kapall tekið við. Það eru margir markmenn með lausa samninga og markmannsmálin hjá nokkuð mörgum félögum óráðin.
Jökull Andrésson (24) samdi í gær við FH og kemur til félagsins í stað Mathias Rosenörn sem stóð vaktina í sumar. Leiðir FH og Rosenörn (32) skildu og er hann nú orðaður við Njarðvík.
Jökull Andrésson (24) samdi í gær við FH og kemur til félagsins í stað Mathias Rosenörn sem stóð vaktina í sumar. Leiðir FH og Rosenörn (32) skildu og er hann nú orðaður við Njarðvík.
Í Útvarpsþættinum Fótbolti.net var danski markmaðurinn orðaður við Njarðvík. Hans fyrsti leikur fyrir íslenskt félag var fyrir Njarðvík fyrir nokkrum árum, en hann var þar á reynslu áður en hann samdi þar annars staðar. Hann kom svo til Íslands árið 2023 og varði mark Keflavíkur, fór svo í Stjörnuna og loks í FH.
Aron Snær Friðriksson (28) varði mark Njarðvíkur í sumar en hann er með lausan samning. Í þættinum kom fram að Þróttur Reykjavík hefði áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Ef Aron Snær kemur til Þróttar verður félagið með Aron Snæ í tvíriti því fyrir er sóknarmaðurinn Aron Snær Ingason.
Njarðvík endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar í sumar og Þróttur í því þriðja. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir


