Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool sterklega orðað við Semenyo - Roma vill Zirkzee
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Slúðurpakki BBC lætur sig ekki vanta á þessum mánudegi þar sem styttist óðfluga í lok landsleikjahlésins og eftir það í opnun félagaskiptagluggans. Antoine Semenyo, Christian Pulisic og Carlos Baleba eru meðal leikmanna sem koma fyrir í pakka dagsins.


Liverpool er sterklega orðað við Antoine Semenyo, 25 ára ganverskan kantmann Bournemouth sem þykir einn sá besti í úrvalsdeildinni um þessar mundir. Hann gæti leyst Mohamed Salah af hólmi þegar egypski kóngurinn fer með þjóð sinni á Afríkumótið, en Gana mistókst óvænt að tryggja sér farmiða þangað. (Liverpool Echo)

Liverpool er einnig að undirbúa tilboð í eftirsóttan miðjumann AZ Alkmaar, hinn 19 ára gamla Kees Smit. (Soccer News)

Roma er í viðræðum við Manchester United um að fá Joshua Zirkzee, 24, á lánssamningi út tímabilið með kaupmöguleika sem hljóðar upp á 35 milljónir evra. (Gazzetta dello Sport)

Ef Rómverjum tekst ekki að krækja í Zirkzee munu þeir snúa sér að Mathys Tel, 20 ára framherja Tottenham. (Metro)

Nicolas Jackson, 24, hefur engan áhuga á því að rifta lánssamningi sínum við FC Bayern til að skipta um félagslið í janúarglugganum. Honum líður vel í Bæjaralandi, þar sem hann leikur á láni frá Chelsea. (Florian Plettenberg)

Real Madrid er að íhuga að selja framherja sinn Gonzalo García, 21, í ensku úrvalsdeildina. Sunderland, Aston Villa og Wolves eru öll reiðubúin til að kaupa hann fyrir rúmlega 20 milljónir evra. (Fichajes)

Real Madrid er ekki að flýta sér í samningaviðræður við austurríska varnarmanninn David Alaba. Hann er 33 ára gamall og rennur út á samningi næsta sumar. Áður fyrr var hann byrjunarliðsmaður í Madríd en missti sætið sitt eftir krossbandsslit í desember 2023. Hann er enn lykilmaður í landsliði Austurríkis þrátt fyrir lítinn spiltíma á Spáni. (AS)

Ruben Amorim er í leit að nýjum miðjumanni til að styrkja hópinn hjá Man Utd. Carlos Baleba, 21, hjá Brighton er meðal efstu manna á óskalistanum. (Mirror)

Danny Röhl nýráðinn þjálfari Rangers vill ekki að félagið selji lykilmanninn Nicolas Raskin, 24, í janúarglugganum. Raskin er öflugur miðjumaður og er Tottenham Hotspur meðal félaga sem vilja kaupa hann. (Football Insider)

Tottenham gæti misst af Ademola Lookman, 28, eftir þjálfaraskipti hjá Atalanta. Lookman vildi ólmur skipta um félag eftir rifrildi við Ivan Juric þjálfara, sem hefur núna verið rekinn. Framtíð Lookman er því óljós sem stendur.

Christian Pulisic, 27 ára lykilmaður í liði AC Milan, ætlar að bíða með að gera nýjan samning við félagið þar til næsta vor. Hann vill sjá hvernig Milan gengur á þessu tímabili áður en hann skuldbindur sig félaginu enn lengur. Pulisic er meðal bestu leikmanna ítölsku deildarinnar og er með samning við Milan sem rennur út eftir rúmlega eitt og hálft ár. (Calciomercato)

Manchester City er með Nathaniel Brown, 22 ára vinstri bakvörð Eintracht Frankfurt, undir smásjá þessa dagana. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Þýskaland í október. (Bild)
Athugasemdir
banner