Ísland tapaði 2-0 gegn Úkraínu í síðasta leiknum í undankeppni HM í kvöld. Liðið missti af sæti í umspili fyrir HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
Brynjólfur Willumsson fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag.
Brynjólfur Willumsson fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag.
Lestu um leikinn: Úkraína 2 - 0 Ísland
„Ég var mjög þakklátur fyrir tækifærið. Ég fékk eitt gott færi og það hefði verið fínt að setja hann. Það er geggjað að spila svona leiki en úrslitin leiðinleg," sagði Brynjólfur.
„Náum að halda núllinu í hálfleik. fáum svo tækifæri í seinni og svekkjandi að boltinn fer ekki inn og við fáum svo mark í andlitið."
Það var eðlilega þungt andrúmsloft í klefanum eftir leikinn.
„Pirringur og svekkelsi. Svo er það bara áfram gakk og upp með hausinn og fara á næsta stórmót," sagði Brynjólfur.
„Við verðum að læra af þessu. Það er það eina sem við getum gert. Við svekkjum okkur í dag og menn fara í sín lið og klárir í næsta verkefni hjá landsliðinu og reyna komast á næsta stórmót."
Athugasemdir
























