Framherjinn Óttar Magnús Karlsson spilaði allan leikinn með Renate sem tapaði fyrir Vicenz, 1-0, í C-deildinni á Ítalíu í dag.
Óttar kom til Renate frá Spal í sumar eftir að hafa flakkað svolítið um á Ítalíu.
Hann spilaði níunda deildarleik sinn með Renate í kvöld og spilaði allar 90 mínúturnar gegn Vicenza sem er lang sterkasta lið A-riðils.
Víkingurinn hefur aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni fyrir Renate, en það gerði hann í 1-0 sigri á Pergottalese í byrjun tímabilsins.
Renate er í 10. sæti með 17 stig eftir fjórtán leiki, 21 stigi frá toppliði Vicenza.
Athugasemdir


