Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   mán 17. nóvember 2025 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland þakkaði Mancini fyrir ögrunina
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland skoraði tvennu í flottum sigri Noregs gegn Ítalíu í undankeppni HM í gærkvöldi.

Haaland virðist algjörlega óstöðvandi um þessar mundir og er kominn með 12 mörk í síðustu 4 landsleikjum, auk þess að vera gríðarlega iðinn við markaskorun með félagsliði sínu Manchester City.

Norðmenn voru 1-0 undir gegn Ítölum í gær en skoruðu svo fjögur mörk í seinni hálfleik. Í stöðunni 1-1 segir Haaland að Gianluca Mancini, varnarmaður Roma og ítalska landsliðsins, hafi kveikt í sér með óviðeigandi snertingum.

„Þegar staðan var 1-1 byrjaði hann (Mancini) að grípa í rassinn á mér og ég hugsaði með mér: 'Hvað ertu eiginlega að gera?'" sagði Haaland meðal annars að leikslokum.

„Þetta kveikti svolítið í mér svo ég þakkaði honum fyrir ögrunina og skoraði svo tvö mörk til að vinna leikinn 4-1. Þetta eru frábærar lokatölur þökk sé honum!"

Norðmenn ljúka riðlakeppninni með fullt hús stiga og 32 mörk í plús, sem er langmesti markamunur allra Evrópuþjóða í undankeppninni. England er með næstbestu markatöluna, 22 mörk í plús og þar á eftir kemur Króatía með 21 mark í plús.

Erling Haaland confrontimg Mancini after the latter pulled his pony tail
byu/landofphi insoccer

Athugasemdir
banner