Krista Dís Kristinsdóttir er samningslaus eftir að hafa leikið fyrir Þór/KA, Hamrana og Völsung á síðustu árum.
Krista Dís er fædd 2006 og er afar efnileg. Hún á 13 landsleiki að baki fyrir U17 og U16 lið Íslands og hefur spilað níu leiki fyrir Þór/KA í efstu deild. Átta þeirra komu í sumar.
Hún hefur verið einstaklega óheppin með meiðsli undanfarin ár þar sem hún sleit krossband í janúar 2024 og lenti aftur í sömu meiðslum þegar hún var að koma til baka ári síðar. Hún var lykilleikmaður í yngri landsliðunum fyrir meiðslavandræðin.
Krista Dís er flutt til Reykjavíkur til að stunda háskólanám og gengur henni vel í endurhæfingu eftir krossbandsslitin. Hún stefnir á að snúa aftur á fótboltavöllinn sem fyrst og mun þá leika fyrir lið í Reykjavík.
„Þór/KA þakkar Kristu Dís fyrir framlag hennar til félagsins og óskar henni góðs gengis á nýjum vettvangi," segir meðal annars í tilkynningu frá Akureyringum.
Athugasemdir


